Rekstur upplýsingamiðstöðvar í Ólafsfirði verði boðin út

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar hefur lagt til að rekstur upplýsingamiðstöðvar í Ólafsfirði verði boðin út yfir sumartímann, frá 1. júní til 31. ágúst og starfsemi hennar verði í Bókasafni Fjallabyggðar í Ólafsfirði á öðrum tíma ársins. Síðasta sumar var miðstöðin í húsi Kaffi Klöru og rekin af Bolla og bedda ehf.

Í ársskýrslu fyrir Upplýsingamiðstöðina á Siglufirði kom fram að um 1300 manns hafi heimsótt miðstöðina og að tæplega 13% hafi verið Íslendingar en 87% erlendir gestir. Algengustu spurningarnar voru hvar Síldarminjasafnið væri og helstu gönguleiðir.

Upplýsingamiðstöðin í Ólafsfirði