Rekstur Blönduósbæjar fyrstu 7 mánuði 2011

Bókaðar tekjur fyrstu 7 mánuði ársins eru alls 396,5 millj. kr. en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir tekjum að upphæð 640 millj. kr. allt árið 2011. Bókuð útgjöld fyrstu 7 mánuði ársins eru 333,2 millj. kr. en fjárhagsáætlun ársins gerir ráð fyrir útgjöldum upp á 580,6 millj. kr. allt árið. Niðurstaða úr rekstri fyrstu 7 mánuði er 62,2 millj. kr. tekjur umfram gjöld en fjárhagsáætlun án afskrifta, verðbóta og söluhagnaðar gerir ráð fyrir 59,4 millj. kr. tekjum umfram útgjöld.
Fjárfestingar fyrstu 7 mánuði ársins eru 2,6 millj. kr. en gert er ráð fyrir 7 millj. kr. í fjárfestingar árið 2011.