Forstöðumaður Ljóðaseturs Íslands hefur tilkynnt að Fjallabyggð hafi skorið niður árlegan rekstrarstyrk til safnsins niður í 150.000 kr, en síðustu tvö ár hafi styrkurinn verið 350.000 kr, en þar á undan 200.000 kr. Ljóðasetur Íslands hefur starfað í tæplega 7 ár og fengið um 9.000 gesti og haldið um 220 viðburði, en ókeypis er inn á safnið og viðburði þess. Þórarinn Hannesson er forstöðumaður setursins, og hann hefur skrifað á fésbókarsíðu setursins að hann vilji nú selja húsnæðið sem fyrst. Fjölmargir hafa kvittað við og vilja styðja Setrið svo það lifi áfram með framlögum eða söfnun.