Rekstrarniðurstaða samstæðu (A og B-hluta) Fjallabyggðar er jákvæð um 346 millj.kr. fyrir árið 2022 en var neikvæð um 155 millj.kr. 2021. Um er því að ræða töluverðan viðsnúning í rekstri sveitarfélagsins.
Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um 165 millj.kr. Fjárfestingar ársins 2022 hjá Fjallabyggð námu 474 millj.kr. Veltufé frá rekstri nemur 485 millj.kr. eða 14% af tekjum en var 331 millj.kr. árið 2021 (10,1%).
Handbært fé lækkaði um 46 millj.kr. á árinu og nam 366 millj.kr. í árslok. Veltufjárhlutfall er 1,12.
Um er að ræða drög að ársreikningi Fjallabyggðar í fyrri umræðu, en síðari umræða fer fram 15. maí hjá bæjarstjórn Fjallabyggðar.