Reitir bjóða í bingó á Siglufirði

REITIR er tveggja vikna smiðja í Fjallabyggð sem haldin er nú í fimmta sinn dagana 18.júní-3. júlí, en það eru þeir Ari Marteinsson og Arnar Ómarsson sem standa fyrir smiðjunni. Á hverju ári hafa þeir boðið um 25 manns allsstaðar að úr heiminum til að vinna saman að tímabundnum skapandi verkefnum í Fjallabyggð. Markmið REITA er að móta varanlegann grundvöll fyrir skapandi fólk til að nota þekkingu sína og reynslu í beinu samstarfi við bæjarbúa Fjallabyggðar. Mikil áhersla er lögð á fjölbreyttni starfsgreina innan hópsins og skapandi hugsun sem hráefni í tilraunakennda nákgun á almenningsrýmið. Erasmus+, Evrópa unga fólksins, Uppbyggingasjóður Norðausturlands og Alþýðuhúsið eru stóru bakhjarlarnir, en einnig koma mörg fyrirtæki í Fjallabyggð að smiðjunni.

REITIR hefjast á sunnudaginn hafa því boðið öllum bæjarbúum Fjallabyggðar í Bingó! Það eru veglegir vinningar, m.a. gisting fyrir tvo á Sigló Hótel, gjafabréf hjá Hrólfi Rakara, matarpakkar frá Samkaup, vatnslitaverk frá Abbý og markt annað. Þátttakendur REITA koma einnig með vinninga erlendis frá. Það verða spilaðar 10 umferðir og er eitt frítt spjald á mann. Þetta verður stutt og skemmtlegt!

allinn