Reiknað með 200.000 bílum um Héðinsfjarðargöng árið 2012

Umferðin um Héðinsfjarðargöng er nánast sú sama í ár og hún var í fyrra. Einungis munar tveimur bílum að meðaltali á dag það sem af er ári. Þrír stærstu umferðarmánuðirnir eru framundan.

Það lítur út fyrir að meðalumferðin á dag árið 2012 verði um 550 bílar (ÁDU). Það þýðir að reikna má með að rúmlega 200 þúsund ökutæki fari um göngin í ár og um 520 þúsund manns verði þróun umferðar með svipuðum hætti og árið 2011.

Umferðin í janúar var tæpum 7% minni nú í ár miðað við árið 2011 en í maí á þessu ári var umferðin tæpum 11% meiri en fyrir ári síðan.

Heimild: Vegag.is