Reiðnámskeið í Ólafsfirði

Hestamannafélagið Gnýfari mun standa fyrir reiðnámskeiði fyrir börn, unglinga og fullorðna í Ólafsfirði.  Námskeiðið hefst þann 6. ágúst. Leiðbeinandi verður Herdís Erlendsdóttir á Sauðanesi. Einnig verður boðið upp á sameiginlegt námskeið barns og foreldra.

Upplýsingar:

 

  • Námskeiðsgjald fyrir 5 – 18 ára er kr. 15.000.-  fyrir 10 klst.
  • Systkinaafsláttur.
  • Námskeiðsgjald fyrir 19 ára og eldri er kr. 20.000.- fyrir 5 klst.
  • Boðið verður upp á sér kvennahóp og kvennareið í lokin.

 

Við skráningu tekur Herdís í s 6986518, netfang saudanes@visir.is, Þorvaldur Hreinsson s. 8669077, netfang hringverskot@gmail.com.

 

Gnýfari er aðili að samningi Fjallabyggðar um frístundarstyrk. Þeir sem ekki hafa nýtt heimsendar ávísarnir eru hvattir til að nýta sér þær.

 

Æskulýðsnefnd.

 

Hafi einhver áhuga á að komast á hestbak í eitt og eitt skipti þá hikið ekki við að hafa samband við Herdís í s. 6986518.

Texti: Aðsend fréttatilkynning.