Rauðkusigling á eikarbátnum Steina Vigg

Steini Vigg SI 110 er 29 tonna eikarbátur í eigu Rauðku ehf á Siglufirði. Sumarið 2012 mun Steini Vigg sigla frá Siglufirði með fyrirfram skipulagða hópa þar sem fólki gefst kostur á að renna eftir fiski eða einfaldlega að sigla um og njóta norðlenskrar náttúru.

Nánari upplýsingar berist á hordur@raudka.is eða í síma 467-1550.