Rauðkumótaröðin á Sigló golf

Rauðkumótaröðin í golfi hefst á Siglufirði miðvikudaginn 13. júní kl. 19:00 á Sigló golf, nýja golfvellinum á Siglufirði. Alls verða 10 mót og gefa bestu 5 mótin stig til sigurs.  Gefin eru 12 stig fyrir 1. sæti, 10 stig fyrir 2. sæti, 8 stig fyrir 3. sæti og svo 7-1 stig fyrir sætin þar fyrir neðan. Gjald er 5.000 kr fyrir öll mótin en 1000 kr. á stakt mót. Hægt er að skrá sig á móti á golf.is.