Rauðakrossnámskeið á Siglufirði fyrir börn og unglinga

Rauði krossinn við Eyjafjörð heldur námskeiðið Börn og umhverfi ætlað ungmennum fædd á árinu 2003 og eldri. Kennsla fer fram í húsnæði Rauða krossins á Siglufirði, Aðalgötu 32 og skiptist á þrjá daga: 9. og 10. júní klukkan 16:30 – 19:00 og 15. júní kl. 10:00 – 16:00. Hægt er að skrá sig hér.

Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á um­fjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

Allar nánari upplýsingar í síma 461 2374 og á ingibjorgh@redcross.is