Ólafsfjarðardeild Rauða kross Íslands óskar eftir fötum

Ólafsfjarðardeild Rauða Kross Íslands leitar nú til fólksins í Fjallabyggð og óskar eftir fötum fyrir verkefnið “Föt sem framlög”.  Það vantar vettlinga, sokka, húfur og ungbarnaföt. Einnig vantar teppi og handklæði. Hægt er að koma þessu í Rauðakross húsið eða hafa samband í síma 847-4032.