Spáð er norðan 20-28 m/s með mjög mikilli úrkomu, slyddu við ströndina, annars snjókomu á Norðurlandi eystra frá kl. 13:00 í dag.

Miklar líkur eru á að ísing setjist á raflínur. Fólki er bent á að tryggja eigið öryggi meðan viðvörunin er í gildi.

Búfénaður þyrfti að vera kominn í skjól.

Miklar líkur á að færð spillist og ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi.