Rammi mun selja tvö skip og kaupa eitt í staðinn

Útgerðarfélagið Rammi hf. í Fjallabyggð hefur tilkynnt að það muni selja tvö skip, Frystitogarann Mánaberg ÓF-42 og Frystitogarann Sigurbjörgu ÓF-1 og lætur smíða eitt nýtt í staðinn. Með þessu næst betri nýting á sjávarfanginu og orka sparast. Launagreiðslur hækka lítillega en sjómönnum fækkar ekki, ef frá eru taldir yfirmenn. Þetta sagði Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Rammans hf. við nemendur í Menntaskólanum á Tröllaskaga.

Á kynningunni kom meðal annars fram að á nýja skipinu verðar allir hlutar fisksins nýttir. Orkusparnaðurinn felst meðal annars í því að nýta hita frá vélum skipsins.

Frystitogarinn Mánaberg ÓF-42 er með 27 manns í áhöfn og smíðaður árið 1972. Frystitogarinn Sigurbjörg ÓF-1 er með 26 manns í áhöfn og smíðaður árið 1987.

manaberg

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd frá heimasíðu Ramma hf.