Rammi hf í Fjallabyggð tekur formlega á móti nýjum frystitogara, Sólberg ÓF-1, laugardaginn 20. maí næstkomandi.  Af því tilefni býður Rammi hf. til móttöku sem haldin verður laugardaginn 20. maí á Siglufirði.

Dagskrá:

  • Kl. 13.30 Framkvæmdastjóri Ramma hf., Ólafur Helgi Marteinsson, býður gesti velkomna.
  • Kl. 13:35 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, flytur ávarp.
  • Kl. 13:50 Álfhildur Stefánsdóttir gefur skipinu formlega nafn.
  • Kl. 13:55 Sóknarpresturinn í Ólafsfirði, Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, blessar skipið.
  • Kl. 14:00 Gestum boðið að skoða skipið.