Ragnar Jónasson áritar á Siglufirði og les í Ljóðasetrinu

Rithöfundurinn Ragnar Jónasson mun árita nýja bók sína í Samkaupum á Siglufirði laugardaginn 2. nóvember kl. 14. Nýja bókin hans heitir Andköf og er spennusaga sem gerist á Kálfhamarsvík við Skagaströnd. Hann mun einnig lesa úr bókinni á Ljóðasetri Íslands á Siglufirði sama dag kl. 13:30.

Úr bókinni:

Nokkrum dögum fyrir jól finnst ung kona látin undir klettum í Kálfshamarsvík, rétt norðan SkagastBJ RJ5randar, þar sem áður stóð þorp.  Ari Þór Arason lögreglumaður fer á Þorláksmessu til að rannsaka málið og kemst að því að bæði móðir og barnung systir hinnar látnu hröpuðu fram af þessum sömu klettum aldarfjórðungi áður.

Þeir fáu sem enn búa á staðnum virðast allir hafa eitthvað að fela og áður en jólahátíðin gengur í garð dynur ógæfan aftur yfir.

Andköf er 267 blaðsíður að lengd.