Vegna vinnu hjá Rarik í nótt þá voru jarðgöngin í Fjallabyggð ljóslaus og rafmagnslaus um tíma. Mjög dimmt var því í Strákagöngum, Héðinsfjarðargöngum og Múlagöngum á meðan vinnu stóð.
Rafmagn og ljós kom nú fyrir stundu eftir að vinnu Rarik lauk, en tilkynnt var um þessa vinnu á heimasíðu Rarik.
Það var því ansi dimmt þegar tjaldvörður Fjallabyggðar fór í gegnum Héðinsfjarðargöng í morgun á leið til vinnu eins og aðsendar myndir sína.