Aðgerðum er lokið hjá Rarik og rafmagn er komið á í Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Grýtubakkahreppi og Fljótum og er ekki von á frekara rafmagnsleysi vegna þessa. Rafmagn var komið á öllu svæðinu um kl.10:35 og var rafmagnslaust í tæplega klukkustund. Bilanaleit stóð yfir í töluverðan tíma áður en upptök vandamálsins fundust.