Rætt um viðbyggingu fyrir Íþróttamiðstöðina í Ólafsfirði

Skoðaðar hafa verið tvær tillögur um stækkun með viðbyggingu við Íþróttamiðstöðina í Ólafsfirði. Líkamsræktaraðstaðan er orðin of lítil í Ólafsfirði, og endurnýja þarf tæki. Sprengja þarf klöpp  við húsnæðið fyrir þessa framkvæmd, en tillögum hefur verið vísað til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2016 í Fjallabyggð.

Sundlaugin í Ólafsfirði er glæsileg og frábær staður fyrir fjölskylduna, en íbúar bíða nú eftir að líkamsræktaraðstaðan verði tekin í gegn.

sundlaugin