Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar fundaði á miðvikudaginn og ræddi almennt um Síldarævintýrið og aðrar hátíðir í Fjallabyggð. Rætt var um að auglýsa eftir framkvæmdastjóra til að taka að sér samræmingu dagskrár yfir Síldarævintýrið með fókus á grunndagskrá. Einnig var rætt um að fókusa á stærri markhóp og þá helst fjölskyldufólk á aldrinum 30-50 ára.
Þá var rætt um að allskonar íþróttaþrautir, viðburðir og keppnir muni henta vel til að kalla fólk til leiks og skapa nýja og ferska ásýnd Fjallabyggðar.