Ræða gjaldskrárhækkanir í Fjallabyggð

Skólastjórar Grunnskóla, Leikskóla og Tónskóla Fjallabyggðar mættu á fund Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar í vikunni til að ræða hækkanir á gjaldskrám skólanna.  Samþykkt var að vísa tillögum til Bæjarráðs Fjallabyggðar til frekari umfjöllunar.

Hækkanir sem lagt er til að taki gildi 1. janúar 2016:

  • Lagt er til að gjaldskrá grunnskólans hækki almennt um 4,5% frá og með 1. janúar 2016.
  • Lagt er til að leikskólagjald hækki um 5% og fæðisgjald um 10% frá og með 1. janúar 2016.
  • Lagt  er til að gjaldskrá Tónskóla Fjallabyggðar verði hækkuð til samræmis við skólagjöld Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar.
  • Lagt er til að gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar hækki um 4,5% frá og með 1. janúar 2016.

grskoli1