Ráðning forstöðumanns í Menningarhúsið Tjarnarborg

Á dögunum var auglýst staða forstöðumanns í Menningarhúsið Tjarnarborg á Ólafsfirði.
Menningarnefnd Fjallabyggðar hefur lagt til að Diljá Helgadóttir verði ráðin í 50% starf forstöðumanns Menningarhússins Tjarnarborgar.

Þeir sem sóttu um 50% starf forstöðumanns voru:

  • Hafdís Ósk Kristjánsdóttir
  • Diljá Helgadóttir
  • Guðlaugur Magnús Ingason
  • Kristinn J. Reimarsson (dró umsókn til baka)