Ráðlagt að sjóða neysluvatn í Hrísey

Af öryggisástæðum er íbúum í Hrísey  ráðlagt  að sjóða allt neysluvatn. Samkvæmt vatnssýnum sem tekin voru í þessari viku er grunur um mengun í Hríseyjarveitu. Þrjú sýni voru tekin hjá notendum og sýndu tvö þeirra mengun.

Vatnssýni verða tekin í veitukerfinu og vatnsbólum síðar í dag og mun niðurstaða þeirra væntanlega liggja fyrir á þriðjudaginn næstkomandi.

Tilkynning frá Norðurorku í dag, 10. júlí.