Ráðinn þjálfari Tindastóls

Tindastóll hefur samið við Yngva Magnús Borgþórsson um þjálfun meistaraflokks karla í knattspyrnu. Yngvi hefur áður þjálfað lið Skallagríms og er fæddur árið 1975. Tindastóll leikur í 2. deild næsta sumar, en liðið endaði í 8. sæti á Íslandsmótinu í sumar og var aðeins þremur stigum frá fallsæti.

Sem leikmaður spilaði Yngvi með ÍBV, KFS, Einherja, Dalvík og Víkingi í Reykjavík. En þess má geta að í heildina á hann 260 leiki í meistaraflokki og náði að skora 63 mörk.

Yngvi mun flytjast búferlum á Sauðárkrók í byrjun janúar 2019 og hefja þá formlega störf hjá Tindastól.

Yngvi Magnús (t.v.) og Þórhallur Rúnar Rúnarsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls.