Ráðinn þjálfari Þórs í knattspyrnu

Knattspyrnudeild Þórs hefur ráðið Þorlák Árnason til starfa og mun hann þjálfa meistaraflokk karla næstu þrjú árin.

Þorlákur hefur komið að þjálfun yngri flokka og meistaraflokka karla og kvenna m.a. hjá Val, Stjörnunni og Fylki. Þá hefur hann þjálfað yngri landslið Íslands og frá árinu 2018 var hann yfirmaður knattspyrnumála hjá knattspyrnusambandi Hong Kong í Kína.

Ásamt því að þjálfa meistaraflokk mun Láki koma að stefnumótun og starfsmótun hjá knattspyrnudeildinni.

Þorlákur tekur við starfinu af þríeykinu Orra Frey, Jóni Stefáni og Sveini Elíasi sem stýrðu liðinu síðasta tímabil.

Frá þessu var greint á vef thorsport.is.

Mynd: thorsport.is