Ráðinn þjálfari KF

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur náð samkomulagi við Jón Aðalstein Kristjánsson um að hann þjálfi meistaraflokk félagsins næstu þrjú árin. Jón er reynslumikill þjálfari sem þekkir mjög vel til 2. deildarinnar karla í knattspyrnu, en undanfarin tvö ár hefur hann þjálfað 2. flokk karla hjá Breiðabliki ásamt Páli Einarssyni. Jón er fæddur árið 1977 og á meistaraflokksleiki fyrir lið eins og ÍH, Úlfana, Hauka og Stjörnuna.  Hann þjálfaði meðal annars lið Hamars í Hveragerði fyrir nokrkum árum.

Þetta kemur fram á KFbolti.is.

IMG_5204