Ráðinn sviðsstjóri hjá Dalvíkurbyggð

Dalvíkurbyggð hefur ráðið Hlyn Sigursveinsson sem sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og mun hann hefja störf 20. janúar næstkomandi.
Hlynur er 47 ára gamall, er stúdent frá MH og stundaði nám við Florida Tech í Bandaríkjunum á árunum 1990-1994 og útskrifaðist þaðan með BSc. gráðu í fjármálafræðum. Á árunum 1994-1995 stundaði hann nám við University of Central Florida í Bandaríkjunum og lauk þaðan meistaraprófi í hagfræði.

Hlynur hefur um 20 ára reynslu úr fjármálageiranum með aðkomu að flestum greinum atvinnulífsins. Undanfarin 5-6 ár hefur hann starfað hjá Íslandsbanka hf. í sérlánateymi og áður starfaði hann sem forstöðumaður hjá Landsbanka Íslands hf.