Ráðinn sem rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur

Norðurþing hefur ráðið Benedikt Þór Jakobsson í starf rekstrarstjóra Orkuveitu Húsavíkur ohf. Benedikt er kvæntur Áslaugu G. Friðfinnsdóttur, kennara og saman eiga þau tvö börn.

Benedikt er með B.Sc. próf í véltæknifræði frá VIA University College Horsens, í Danmörku og A.P. gráðu í framleiðslufræði frá sama skóla. Einnig hefur hann lokið sveinsprófi í pípulögnum. Benedikt Þór starfaði við pípulagnir frá 2005 – 2008 og aftur frá 2013 – 2014 áður en hann tók við starfi hjá Veitum ohf árið 2014. Hjá Veitum hefur Benedikt sinnt bæði verkefnastjórastöðu og nú undanfarin þrjú ár verið teymisstjóri fageftirlits. Í störfum sínum undanfarin ár hefur Benedikt öðlast yfirgripsmikla þekkingu á starfsemi veitna, uppbyggingu og endurnýjun veitukerfa og rekstri þeirra.