Dalvíkurbyggð hefur ráðið Gísla Bjarnason í starf sviðsstjóra fræðslu-og menningarmála hjá sveitarfélaginu. Alls bárust 11 umsóknir um starfið en umsóknarfrestur rann út 11. febrúar sl.  Gísli hóf fyrst störf hjá Dalvíkurbyggð árið 1986 sem leiðbeinandi í Dalvíkurskóla og hefur starfað hjá sveitarfélaginu næstum óslitið síðan utan námsfría. Gísli var síðast skólastjóri Dalvíkurskóla frá árinu 2008 og hefur einnig mikla reynslu sem kennari og stjórnunarstörfum í grunnskóla.

Gísli Bjarnason ráðinn í starf sviðstjóra fræðslu-og menningarmála.