Ráðinn í nýtt starf sviðsstjóra hjá Dalvíkurbyggð

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að ráða Bjarna Daníelsson í nýtt starf sviðsstjóra Framkvæmdasviðs hjá Dalvíkurbyggð.

Bjarni hefur síðastliðin 4 ár starfað sem sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs Bláskógarbyggðar og aðstoðarvarðstjóri Brunavarna Árnessýslu á Laugarvatni.

Frá þessu var fyrst greint á vef Dalvíkurbyggðar.