Ráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna

Áskell Heiðar Ásgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna sem fram fer á Hólum í Hjaltadal í Skagafirði 27. júní – 3. júlí 2016.

Áskell Heiðar er menntaður landfræðingur frá Háskóla Íslands, er með Diplómu í opinberri stjórnsýslu frá HÍ og MA gráðu í ferðamálafræði og viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum og Leeds Metropolitan University.  Áskell Heiðar er sjálfstætt starfandi viðburðaskipuleggjandi hjá eigin fyrirtæki, auk þess að kenna viðburðastjórnun og ferðamálafræði við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands.

Áskell Heiðar er búsettur í Skagafirði, kvæntur Völu Báru Valsdóttur deildarstjóra í Árskóla og eiga þau fjórar dætur.

Heimild: holar.is