Þann 6. júlí síðastliðinn rann út umsóknarfrestur um stöðu aðalbókara Dalvíkurbyggðar. Aðalbókari ber ábyrgð á bókhaldi Dalvíkurbyggðar, stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins. Alls sóttu 5 um starfið en það var Eyþór Björnsson, viðskiptafræðingur, sem var ráðinn. Eyþór hefur áralanga starfsreynslu af sveitarstjórnarstiginu, nú síðast sem sérfræðingur hjá Rangárþingi ytra.