Halla Dögg Káradóttir hefur verið ráðin veitustjóri í Dalvíkurbyggð. Halla er vélfræðingur með sveinspróf í vélvirkjun ásamt því að hafa lokið tækniteiknun frá Iðnskólanum.
Halla hefur starfað hjá HD ehf sem verkefnastjóri virkjana og veitna, þar á undan var hún starfandi vélfræðingur hjá Veitum í 6 ár en þar sinnit hún eftirliti, viðhaldi, útköllum og öðrum tilfallandi verkefnum sem snúa að vélbúnaði, dælustöðvum, borholum og öðrum verkum tengdum vélvirkjun og veitukerfum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dalvíkurbyggð.