Ráðin sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakalli

Umsóknarfrestur um starf sóknarprests í Ólafsfjarðarprestakalli rann út 7. júlí síðastliðinn. Tvær umsóknir bárust um starfið.

Kjörnefnd kaus sr. Guðrúnu Eggertsdóttur, mag. theol., til starfans og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðningu hennar.

Í samræmi við þær breytingar sem nú hafa orðið á starfsmannamálum þjóðkirkjunnar er Guðrún ráðin ótímabundið í starfið með hefðbundnum uppsagnarfresti.

Guðrún Eggertsdóttir er fædd 12. janúar 1964 og ólst upp á Jörfa á Kjalarnesi, dóttir Eggerts Ólafssonar og Þóru Sigrúnar Gunnarsdóttur sem er látin. Hún lauk kennaraprófi frá Emerson Collage 2004 og mag.theol., prófi frá guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands 2020.

Frá þessu er greint á vef Þjóðkirkjunnar í dag.