Gengið hefur verið frá ráðningu Hildar Aspar Gylfadóttur í starf mannauðsstjóra hjá HSN.
Hildur hefur lokið B.sc gráðu í viðskiptafræði, kennsluréttindum og meistaranámi í stjórnun og stefnumótum ásamt því að hafa lokið fjölda skemmri og lengri námskeiða er tengjast mannauði og stjórnun s.s. sáttamiðlun. Hildur er búsett á Akureyri með manni sínum og tveimur dætrum, spilar blak í frístundum og á sínar bestu stundir með vinum og fjölskyldu.
Við erum því ánægð að bjóða Hildi Ösp hjartanlega velkomna í okkar góða hóp en hún hefur störf 1. júní og mun hafa starfsaðstöðu á Akureyri.
Bryndís Lilja fráfarandi mannauðsstjóri mun vera í 50% hlutfalli í maí en samhliða því hefur hún störf hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.