Ráðið í stöðu leikskólastjóra á Dalvík

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir hefur verið ráðin sem leikskólastjóri í leikskólanum Krílakoti á Dalvík og mun hún hefja störf um mánaðarmótin febrúar/mars næstkomandi.

Guðrún Halldóra er leikskólakennari að grunnmennt en hefur einnig lokið B.Ed. í kennarafræðum auk þess að taka námskeið í mannauðsstjórnun og viðskiptafræði. Hún hefur víðtæka reynslu af leikskóla- og skólamálum og hefur meðal annars unnið sem deildarstjóri á leikskóla, aðstoðarleikskólastjóri og leikskólastjóri og núna síðast sem skóla- og fjármálafulltrúi við framhaldsskólann á Húsavík.

gudrun-halldora-leikskolastjori-a-krilakoti