Í þessum mánuði bætist 12 tonna metanbíll við flota Póstsins. Stefnan er að prófa hann á leiðinni Akureyri – Dalvík – Ólafsfjörður – Siglufjörður og þá yrði sá leggur líka grænn, eins og sagt er. Metan er eingöngu fáanlegt á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og því varð þessi leið fyrir valinu.

Rafbílar sjá um stóran hluta dreifingarinnar hjá Póstinum sem kallar á fjölgun hleðslustöðva. Nýverið var sett upp 225 kW hleðslustöð við Póstmiðstöðina á Stórhöfða. „Rafbílarnir okkar eru víða, svo sem á Akureyri, Akranesi og Selfossi, en við erum komin lengst í orkuskiptunum á Reykjanesinu þar sem alfarið verður notast við rafknúin farartæki,“ segir Guðmundur.