Síðasti opnunardagur pósthússins á Ólafsfirði er föstudagurinn 31. maí.  Póstbox munu taka við þjónustunni en þau eru staðsett við Samkaup verslunina í Ólafsfirði. Viðskiptavinir sem eiga pakka inni í pósthúsinu eru beðnir um að sækja fyrir síðasta opnunardag.

Pósthúsið í Ólafsfirði verður því opið næstu viku frá mánudegi til föstudags milli klukkan 11:00-15:00.

Einnig stendur til að loka pósthúsinu á Siglufirði, Dalvík og Hvammstanga. Næsta þjónustupósthús verður því á Akureyri.

Í tilkynningu frá Póstinum kemur fram að dregið hafi úr eftirspurn eftir afgreiðsluþjónustu í pósthúsum.

Póstbíllinn verður á ferðinni á þessum stöðum alla virka daga. Hann fer af stað á morgnana og verður á rúntinum eitthvað fram yfir hádegi. Nú verður boðið upp á heimsendingarþjónustu á Hvammstanga, Dalvík og í Ólafsfirði.

Hagnýtar upplýsingar:
  • Nú verður þjónustupósthús fyrir Dalvíkinga, Ólafsfirðinga og Siglfirðinga pósthúsið á Akureyri akureyri600@postur.is
  • Þjónustupósthús fyrir íbúa á Hvammstanga verður pósthúsið á Blönduósi blonduos@postur.is
  • Hvar verður frímerkjasala? Frímerki verða seld í Kjörbúðinni í Ólafsfirði, á Dalvík og Siglufirði en upplýsingar um Hvammstanga koma síðar.