Kaffi Klara í Ólafsfirði stendur fyrir popup tónleikum, fimmtudaginn 28. október kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis og er viðburðurinn styrktur af Fjallabyggð.
Katrín Ýr er tónlistarkona og kennari við Menntaskólann á Tröllaskaga og kemur hún fram ásamt Guðmanni Sveinssyni og Herði Inga Kristjánssyni.
Aðrir tónlistarmenn sem koma fram eru:
– Lísebet Hauksdóttir
– Tryggvi Þorvaldsson
– Mikael Sigurðsson