Pollamót Þórs

Nú styttist í hið árlega Pollamót Þórs en það fer fram á Þórssvæðinu á Akureyri dagana 6. og 7. júlí. Er þetta í þrítugasta og fyrsta sinn sem mótið er haldið.  Keppt verður í sex deildum í nokkrum aldursflokkum. Sveitaball verður með Stuðmunum í Boganum á laugardalskvöld.

Pollamótið er stærsta fjáröflunarverkefni Þórs (aðalstjórnar, knattspyrnudeildar og kvennabolta) og að slíku móti koma fjölmargar hendur sjálfboðaliða. 

Deildir

  • Polladeildin: Karlar 30-37 ára. Þeir sem verða þrítugir á árinu teljast gjaldgengir.
  • Lávarðadeildin: Karlar 38-44 ára. Þeir sem verða 38 ára á árinu teljast gjaldgengir.
  • Öðlingadeildin: Karlar 45 ára og eldri. Þeir sem verða 45 ára á árinu teljast gjaldgengir.
  • Skvísudeildin: Konur 20-27 ára. Þær sem verða tvítugar á árinu teljast gjaldgengar.
  • Dömudeildin: Konur 28-34 ára. Þær sem verða 28 ára á árinu eru gjaldgengar.
  • Ljónynjudeildin: Konur 35 ára og eldri. Þær sem verða 35 ára á árinu teljast gjaldgengar.

Dagskrá Pollamót Þórs 2018:

Fimmtudagur 5. júlí

Kl. 21:00 – Dregið í riðla
Kl. 21:30 – DJ Vélarnar þeytir skífum eins og enginn sé morgundagurinn.

Föstudagur 6. júlí

Kl. 09:00 – Leikar hefjast, fótboltaskórnir reimaðir og ökklinn teipaður
Kl. 17:00 – Leikjum dagsins lokið og kálfinn kældur
Kl. 18:00 – Grill og gleði í Hamri
Kl. 21:30 – Hvanndalsbræðurnir Pétur & Summi keyra upp stuð í mannskapinn.

Laugardagur 7. júlí

Kl. 09:00 – Seinni leikdagur hefst og hitakrem borið á lærið
Kl. 16:15 – Gaseldar loga á grillinu
Kl. 16:30 – Úrslitaleikjum lokið og gleðitár sjást á hvarmi
Kl. 21:30 – Lokahóf Pollamóts Þórs hefst með pompi og prakt
Kl. 24:00 – Risa sveitaball í Boganum með Stuðmönnum – „Komnir til að sjá og sigra…“

Sundlaugin við Glerárskóla er opin til kl. 18:00 (séropnun fyrir Pollamót frá kl. 14:30 til 18:00)