Í dag afhenti Pílufélag Dalvíkur gjafir til Dalvíkurskóla. Það voru þrjú píluspjöld, ljós og verndari. Markmið félagsins er að kynna unga fólkinu fyrir þessu skemmtilega sporti.
Von Pílufélagsins er sú að þessi gjöf til Dalvíkurskóla muni skila fleiri ungum iðkendum í félagið á næstu árum.
Á myndinni má sjá Jón Gunnar afhenda Friðriki skólastjóra búnaðinn fyrir hönd Pílufélags Dalvíkur.