Passíusálmarnir fluttir í Ljóðasetrinu

Passíusálmarnir verða fluttir á Ljóðasetri Íslands á Siglufirði, á föstudaginn langa, þann 25. mars næstkomandi, og munu flytjendur á öllum aldri taka þátt.  Nokkrir sálmanna verða kveðnir við íslensk kvæðalög, jafnt ný sem hefðbundin.  Flutningur sálmanna hefst kl. 15.00 og er reiknað með að honum ljúki um kl.19.30. Síðustu 10 mínútur hvers klukkutíma verður gert hlé á flutningi til skrafs og umræðu yfir kaffibolla og léttum veitingum.

Ljóðasetrið á um 15 útgáfur af Passíusálmunum og verða þær til sýnis á meðan á flutningnum stendur sem og yfir páskana.

Allir velkomnir að líta inn. Enginn aðgangseyrir er að Ljóðasetrinu og heitt verður á könnunni.

Ljóðasetur.