Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar heldur ljósmyndasýningu í Bláa Húsinu á Rauðkutorgi um páskahelgina. Sautján félagar í klúbbnum sýna þar myndir, auk þess sem sýndar verða litmyndir sem Hjörtur Karlsson sem lést árið 2000 tók um og uppúr miðri síðustu öld.
Sýningin verður opin kl. 14-18 frá Skírdegi til og með Páskadags.
Auk þess að standa fyrir ljósmyndasýningum heldur klúbburinn úti Feisbókarsíðu með myndum frá Fjallabyggð, haldnir eru spjallfundir um ljósmyndun og námskeið fyrir félagsmenn.
Meðylgjandi ljósmynd tók Hjörtur Karlsson í Siglufjarðarhöfn á árunum 1972-1975.