Páskar í Fjallabyggð

Það er nóg að gera í Fjallabyggð um páskana fyrir þá sem ætla að skella sér í frí þangað. Skíðasvæðin verða opin og skemmistaðirnir bjóða upp á góða dagskrá líka. Þeir sem leita sér að gistingu geta skoðað undir síðunni Gisting hér á síðunni.

Á Kaffi Rauðku á Siglufirði verður Helgi Björns og reiðmenn vindanna með tónleika á Skírdag, fimmtudaginn 17. apríl. Þann 19. apríl spila Gómar á Kaffi Rauðku og syngja Siglfirskar söngperlur og leika fyrir balli. Dagana 18.-19. apríl verður ball með NoName á Allanum Siglufirði, og skemmtunin Fíflagangur og Fjör í Fjallabyggð verður á staðnum. Húsið opnar á miðnætti á föstudaginn langa.

Veitingastaðurinn Hannes Boy á Siglufirði verður opinn núna um helgina og svo 17.-19. apríl frá kl. 18-22.