Skíðasvæðið á Dalvík verður opið alla páskadagana og ýmislegt í boði.

  • Leikjaland fyrir börnin . Ýmsar þrautir sem börn á öllum aldri hafa gaman af að glíma við.
  •  Unga fólkið sem æfir skíði á Dalvík mun bjóða uppá kennslu gegn sanngjörnu gjaldi. Pantanir á skidalvik@skidalvik.is
  • Troðaraferðir upp undir fjallsbrún á Böggvistaðarfjalli eftir því sem veður og aðstæður leyfa, auglýst nánar á svæðinu.
  • Troðin verður göngubraut  ef veður og snjóalög leyfa.
  • Veitingasalan í Brekkuseli verður opin alla páskana á opnunartíma svæðisins.

Miðvikudagurinn  27. mars  –  Opnunartími 10:00-17:00 og 20:00-22:00 (sleðakvöld).

  • Sleðakvöld frá kl. 20:00-22:00. 500 kr.

 Fimmtudagurinn  28. mars  – Skírdagur – Opnunartími 10:00-17:00 og 20:00-22:00 (Konukvöld).

  • Kvöldopnun kl. 20:00 – 22:00 – KONUKVÖLD 20+  – Nú fjölmennum við í fjallið og eigum saman góða kvöldstund. Verð á kvöldið kr. 2.500 .- Innifalið : lyftupassi, skiðakennsla (fyrir þær sem vilja), léttar veitingar. Verðlaun veitt fyrir frumlegasta og flottasta “höfuðskrautið”  Skráning í Brekkuseli í síma 466-1010 eða skidalvik@skidalvik.is fyrir 26. Mars. Lágmark 20 manns.  SKÍÐALEIGAN VERÐUR OPIN. !!!!!

Föstudagurinn 29. mars –Föstudagurinn langi – Opnunartími: 10:00 – 17:00 og 20:00-22:00 (Karlakvöld).

  • LOPAPEYSUDAGUR  í Böggvisstaðarfjalli til heiðurs íslensku sauðkindinni. Allir sem mæta í lopapeysu fá glaðning.

 

  • Kvöldopnun kl. 20:00 – 22:00 – KARLAKVÖLD 20+  – Nú fjölmennum við strákarnir í fjallið og eigum saman góða kvöldstund. Verð á kvöldið kr. 2.500 .- Innifalið : lyftupassi, skiðakennsla (fyrir þá sem vilja), léttar veitingar. Verðlaun veitt fyrir frumlegasta og flottasta “höfuðskrautið” og flottustu “mottuna”  Skráning í Brekkuseli í síma 466-1010 eða skidalvik@skidalvik.is fyrir 26. Mars. Lámark 20 manns.  SKÍÐALEIGAN VERÐUR OPIN. !!!!!

Laugardagurinn 30. mars  – Opnunartími: 10:00 – 17:00.

  • Þetta er rétti dagurinn fyrir fjölskylduna til að bregða sér í fjallið og búa til sína eigin dagskrá með kakó í brúsa og bananabrauð J 

Sunnudagur  31. mars – Páskadagur – Opnunartími 10:00 – 17:00.

  • Páskaeggjamót fyrir börn fædd 2006 og yngri.
  • Kl. 14 verður opnað fyrir hið rómaða kaffihlaðborð foreldrafélags Skíðafélags Dalvíkur .
  • Nánari upplýsingar verða settar inn síðar www.skidalvik.is

Mánudagurinn 1. apríl –  Annar í páskum – Opnunartími 10:00 – 16:00.

  • Firmakeppni – öllum heimil þátttaka – Nánari upplýsingar þegar nær dregur á www.skidalvik.is

Frítt er í fjallið fyrir börn undir skólaaldri og ellilífeyrisþega. Nánari upplýsingar á skíðasvæðinu.

www.skidalvik.is