Höllin Veitingahús í Ólafsfirði bíður upp á tælenskt hlaðborð, laugardaginn 11. nóvember. Á matseðlinum verður svínakjöt í kókósmjólk, eggjanúðlur, djúpsteiktar rækjur og kjúklingur í ostrusósu.
Það er hún Naree sem ætlar að mæta á staðinn og elda þennan dýrindsmat í Höllinni. Best er að panta borð sem allra fyrst eða í síðasta lagi fyrir hádegið á föstudaginn 10. nóvember.
Verð fyrir fullorðna er aðeins 4000 kr. og  1390 fyrir börn.
Pöntunarsími: 6636886 og 4664000.
Eða á Fésbókarsíðunni í skilaboðum.
Ekki missa af þessari tælensku veislu!