Skútan Pan Orama var á Siglufirði í dag og kom frá Húsavík. Skipið er með 49 farþega sem stoppuðu í um fjóra tíma á Siglufirði og skoðuðu helstu söfn og afþreyingu á svæðinu. Skipið hélt svo áleiðis til Ísafjarðar eftir heimsóknina á Siglufirði. Áætlað er að skipið komi í 11 heimsóknir til Siglufjarðar í sumar en skipið kom einnig á síðasta ári en þá í 16 heimsóknir.
Skipið sjálft er smíðað árið 1993 og siglir með grísku flaggi. Skipið var endurbyggt árið 2001. Pan Orama er 177 m á lengd, hefur 24 klefa/herbergi og 18 manns í áhöfn.