Pálshús í Ólafsfirði

Pálshús opnaði í byrjun júní í Ólafsfirði, en það er í senn safn og menningar- og fræðslusetur. Húsið er við Strandgötu 4 og hefur nýlega verið uppgerð neðri hæð hússins.  Nátturugripasafn Ólafsfjarðar er með sýningu í húsinu og einnig myndlistarmaðurinn Kristinn G. Jóhannsson. Tíðindamaður Héðinsfjarðar leit inn í vikunni og fékk að taka nokkrar myndir, en almenn myndataka er ekki leyfð í húsinu.

Gamalt búðarborð í anddyri hússins hefur fengið að handa sér, en það á sér langa sögu í húsinu. Aðgangi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða er til fyrirmyndar, stólalyfta er inní húsinu til að komast á neðri pall hússins.

Við innganginn eru handsmíðuð líkan af skipum og ísbjörn ásamt fuglasýningu og myndarlistarsýningu. Í baksal hússins á neðra palli er svo Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar með glæsilega sýningu. Ýmsir tónlistarviðburðir hafa einnig verið haldnir í húsinu. Hóflegt aðgöngugjald er að þessum sýningum. Börnin hafa sérstaklega gaman af fuglasýningunni og hefur hún mikið fræðslugildi.  Heimamönnu hefur tekist ótrúlega vel til að koma húsinu í sýningarhæft ástand og hafa margir komið að þessari framkvæmd.