Pæjumótinu lýkur í dag

Síðari dagur Pæjumótsins á Siglufirði lýkur í dag en fyrri deginum lauk í gær á vel sóttri skemmtidagskrá á Rauðkutorgi. Keppnin byrjaði kl. 09:30 og lauk kl. 16 í gær. Eftir að leikjum lauk nýttu margir tækifærið og skelltu sér í sund eða í hoppukastala. Kvöldinu lauk síðan með skemmtidagskrá þar sem Danni og Stúlli spiluðu áður en Latibær kíkti í heimsókn. Leikirnir í dag hefjast kl. 09:30 og lýkur um kl. 13:00. Áður en keppendur halda heim á leið verða grillaðar pylsur og svo fá allir keppendur afhent verðlaun, mótsgjöf, liðsmynd og bikar fyrir þátttökuna.

20219450538_eff0f3e1c4_z 20407416925_6327b55199_z