Pæjumótið hefst á morgun á Siglufirði

Hið árlega Pæjumót í knattspyrnu hefst á Siglufirði á morgun. Í dag var móttaka liða og öllum liðsmönnum veitt gistirými í Fjallabyggð. Fyrstu leikir hefjast kl. 9 á morgun föstudag og á Knattspyrnufélag Fjallabyggðar strax leik við Víking á völlum 5 og 6. Leikið verður á sjö völlum og er hægt að sækja leikjadagskránna fyrir fyrsta leikdag hér. Meðal gististaða liðanna eru skólahúsinu á Siglufirði, leikskólinn, Rauði Krossinn, Tónskólinn og víðar. Alla gististaði liðanna má sjá hér.

6. flokkur spilar á völlum 1-4 og 7. flokkur á völlum 5-7.

Skemmtidagskrá Pæjumóts Sparisjóðsins og Rauðku er stórglæsileg að vanda. Á föstudeginum mun leikhópurinn Lotta vera með sýningu og síðan mun Danni Pétur taka nokkur vel valin lög með stelpunum. Á laugardeginum byrjar Unnur Eggerts dagskránna og Einar Mikael Töframaður mun loka henni.

Tekið er fram að hundar eru bannaðir á mótssvæðinu.