Hið árlega Pæjumót verður haldið um næstu helgi í Fjallabyggð. Leikið verður í 8.,7.,6, og 5 flokki kvenna knattspyrnu. Mótið hefst strax á föstudagsmorgun kl. 9 og um kvöldið skemmtir Jónsi í Svörtum fötum á Ráðhústorginu á Siglufirði. Á laugardag hefst keppni kl. 8:30 og um kvöldið spilar trúbatorinn Danni Pétur á Ráðhústorginu milli kl. 20-21. Á sunnudag hefst keppni kl. 8 og bikarúrslitaleikir kl. 15:15. Verðlaunaafhending og mótsslit að bikarúrslitum loknum og háttvísisverðlaun KSÍ afhent. 21 félag taka þátt í mótinu og 81 lið keppa fyrir þeirra hönd.

Meðal liða sem eru skráð til leiks eru:

Stjarnan,Fram,Þróttur,FH,Snæfellsnes,ÍR,Leiknir,Valur,Tindastóll,KA,Víkingur,Fjarðabyggð,Einherji,Þór,Fylkir,KR,

Álftanes og BÍ/Bolungarvík.

Leikjafyrirkomulag og nánari dagskrá má finna á www.kfbolti.is